Wallace-línan: Alfred Russel Wallace (1823-1913) ◊ var breskur náttúrufræðingur sem fór í rannsóknarleiðangra til Amazon-svæðisins og Súndaeyja í Indónesíu. Hann tók eftir því hve dýralíf á eyjunum Bali og Lambok var ólíkt en örmjótt sund skilur þessar eyjar að. Þarna þróaði hann kenningu um þróun og náttúruval, sem var keimlík kenningu Darwins. Wallace skrifaði Darwin bréf þar sem hann lýsti hugmyndum sínum og varð það til þess að Darwin, fyrir áeggjan vina sinna Charles Lyell og grasafræðingsins Joseph Hooker, flýtti útgáfu Uppruna tegundanna sem gefin woru út 1859. ◊
Ólíklegt er að Wallace hafi haft hugmynd um rek Dekanskagans og Ástralíu. ◊
Sjá Wallacea og Weber-línuna.