vindborið set: [eolian, Aeolian sbr.: Eólos, hinn forngríski vindguð] foksandur, gjóska, löss.
Kornastærð: Aðeins fínustu kornin berast með vindi og kornastærð er háð vindstyrk.
Aðgreining og lagskipting korna: Grófustu kornin falla fyrst sem best sést í gjóskugeirum eldfjalla. Korn í eldfjallaösku og annarri gjósku eru vel aðgreind eftir stærð auk þess sem foksandurinn er vanalega með áberandi víxllögun. ◊ ◊ ◊
Löss eru vindborið set úr mélu (innan 0,005 – 0,05 mm) og vanalega ekki lagskipt sem líklega stafar af róti plantna og dýra meðan á myndun stendur. ◊ ◊
Áferð korna: Korn foksands eru oft með mattri áferð vegna snöggra árekstra sem þau verða fyrir við önnur korn. ◊ ◊ ◊ Korn gjósku eru sjaldnast núin.
eolinite: eða aeolinite er notað um vindborið set sem hefur harðnað og orðið að bergi. ◊
Sjá INDEX → S → setberg →