tvílitna fruma: [diploid] hefur alla litninga í samstæðum pörum. Við samruna kynfruma verður til okfruma. Okfruman er tvílitna. Þegar okfruman skiptir sér með jafnskiptingu eða mítósu verða til tvílitna dótturfrumur. Mítósan tryggir að allar líkamsfrumur sem af sömu okfrumunni eru komnar fá þessar sömu litningasamstæður. Allar líkamsfrumur okkar tvílitna Tvílitna fruma er táknuð með 2n og hjá manninum er 2n=46 litningar.


Sjá einlitna fruma.