sirkon: er sirkon-silíkat og meginuppspretta frumefnisins sirkon, Zr; [zircon]. ◊ ◊ ◊
Sirkon kemur víða fyrir í súru gosbergi, myndbreyttu bergi og molabergi. Kristallar finnast víða í árseti og fjörusandi meginlanda.
Elsti kristall sem fundist hefur á jörðinni er sirkon-kristall.
Sirkonít — helstu einkenni | |
F: ZrSiO4 | |
×× Tetragónal | H: 7½ |
Gl: líkur demantsgljáa | Em: 4,6 - 4,7 |
Li: rauðbrúnn, gulur, grár, grænn eða litlaus | # Gárátt brotsár |
F = formúla, ×× = kristalkerfi, H = harka, Em = eðlismassi, # = kleyfni, Gl = gljái og Li = litur. |
Reidite [ZrSiO4] er mjög sjaldgæf steind sem myndast þegar sirkon verður fyrir miklu höggi og háum hita. Hún finnst aðallega þar sem loftsteinar hafa myndað gíga við árekstur á jörðina. U-Pb aldursgreining á reidite getur gefið aldurinn á slíkum gígum.
Sjá skrautsteindir.