Í meginlandsskorpunni er að finna elsta berg á jörðinni.

Í vestanverðri Ástralíu, í Pilbara-umdæminu, fannst sirkon kristall sem mældist 4,4 Gá og er hann elsta sýni sem fundist hefur til þessa. Kristallinn gefur til kynna að Jörðin hafi kólnað nægilega á þessum tíma til að höf hafi náð að myndast.


Zirkon-kristallar falla út í graníti og þess vegna hlýtur hann að vera ættaður úr mun eldra bergi en setbergið sem hann fannst í.


Atburðarás í sögu jarðar fyrstu ármilljarðana.