Fyrstu meginlandskjarnarnir kratonar urðu líklega til við myndun fellingafjalla seint á upphafsöld fyrir 3.500 - 3.000 Má. Þessi fornu fjöll eru löngu horfin en bergið í rótum þeirra má víða sjá þar sem meginlandskjarnarnir standa uppúr og kallast meginlandsskildir. Meginlandskjarnarnir eru fremur stöðugir og verða lítt fyrir áhrifum jarðskorpuhreyfinga þótt yngri fellingastrangar hafi lagst utan á þá. ◊ (b) ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊
Meginlandskjarnar virðast ekki hafa myndast að neinu ráði fyrr en fyrir 2.700 - 2.300 Má en þá virðast fellingahreyfingar hafa verið algengar og mikilvirkar. Stór meginlandskjarni með grænsteinabeltum frá því fyrir 3.500 - 3.000 Má er þó þekktur í Suður-Afríku. ◊ ◊ ◊.
Meginlandskjarnarnir í Suður-Afríku [Kaapvaal craton, Zimbabwe craton] eru líklega á meðal þeirra elstu, sem nú eru þekktir. ◊ ◊ Þar, í Witwatersrandlægðinni, er gull grafið úr 2.800 - 2.500 Má gömlu völubergi sem myndast hefur við árframburð stórfljóta sem runnu í stöðuvötn á nokkuð stóru meginlandi. Flest bendir til þess að þessi setlög hafi myndast við hálendisbrún nærri strönd stórs meginlands. Neðst í þessu seti finnast einnig stórir graníthnullungar sem einkenna oft unga meginlandskjarna og eru þeir líklega 3.400 Má gamlir.
Kongó-, Kaapvaal- og Zimbabwe- meginlandskjarnarnir eru í sunnanverðri Afríku en Vaalbara er dregið af nöfnum Kaapvaal- og Pilbara-kjarnans í Ástralíu. ◊
Sjá síðu um elsta berg Jarðar.