seigja: [viscosity] er mæling á eiginleika vökva til að flæða og orsakast af innri kröftum og núningsmótstöðu á milli sameinda vökvans. Seigja kviku ræðst einkum af gerð hennar. Basísk kvika er yfirleitt þunnfljótandi en súr kvika er seig með mikla seigju. ◊
Seigja kvikunnar er einn af mikilvægustu eiginleikum hennar og ræður því hversu auðveldlega hún flæðir. Einingar fyrir seigju eru gefnar upp í Poise eða (Pa · s) og getur munurinn verið afar mikill eftir því hvers konar hraun renna í eldgosum eða allt frá 103 til 1014 P.
Mikill munur á seigju kviku skýrist á mismunandi tengjum jóna í bráðinu og ræðst hún einkum af hlutfallslegu innihaldi kísils og getu hans til að mynda keðjur silíkathyrna sem tengjast með lausum anjónum súrefnis. ◊ Kvika sem er kísilrík myndar fjölliðun silíkathyrna í vökvanum sem eykur seigjuna mjög. Kvika með lágt kísilinnihald hefur yfirleitt fjölda katjóna eins og Ca+2, Mg+2 og Fe+2 sem mynda veikari tengingar og hindra fjölliðun silíkathyrnanna. Þessar jónir ásamt vatni virka nánast eins og smurefni í kvikunni. Þegar kvikan þróast við hlutbráðnun eða hlutkristöllum fækkar þessum anjónum og við það verður kvikan súrari og fær hærri seigjugildi.
Kvika inniheldur lofttegundir, einkum vatnsgufu, sem losnar í gosrásinni við eldgos. Basísk kvika freyðir nánast eins og gosdrykkur í nýopnaðri flösku og myndar oft háa kvikustróka því gasið á auðvelt með að losna úr bráðinu. ◊ ◊. Í súrri kiku sleppur gasið ekki auðveldlega út fyrr en kvikan tætist í sundur við sprengingar í gígopinu.
Vatnsrík basaltkvika er þunnfljótandi því að uppleyst vatn í henni er sundrað í OH-radíkala ◊ sem sitja í kísilkeðju og hindra fjölliðun kvikunnar. Þeir þurfa að losa veikar bindingar til að mynda H2O og skýrir þetta hvers vegna vatnsrík kvika er þunnfljótandi og myndar hraunstrauma og fallegt helluhraun í fyrst en breytist svo í apalhraunskarga ◊ á nokkrum metrum þegar vatnið hefur rokið út. ◊
Í basaltkviku er tiltölulega mikið af Ca+2, Mg+2 og Fe+2 en fremur lágt hlutfall SiO2 (undir 52%). Þess vegna er tiltölulega lítil fjölliðun hjá silikathyrnunum og lág seigja. 1·103 - 1·106 Poise ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ |
|
Andesítkvika hefur hærra hlutfall SiO2 en basalt (52% - 63%) og minna er þar af Ca+2, Mg+2 og Fe+2 þannig að fjölliðun og seigja er þar meiri.
1·106 - 1·108 Poise ◊ |
|
Rýólít hefur hátt hlutfall SiO2 (> 63%) og fremur lítið er þar af málmjónunum Ca+2, Mg+2 og Fe+2. Fjölliðun silikathyrnanna og seigja er þar mikil þess vegna.
1·1010 - 1·1014 Poise ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ |
|
Myndin sýnir silikathyrnur og dökkar anjónir málma. |
Seigja er ýmist gefin upp í Poise (P) eða Pa · s (Pascal sek.)
1 P = 0,1 Pa · s
1 sP = 1 mPa · s
|Tafla|
Sjá síðu Háskóla Rhode Island