Silíkötin eiga það sameiginlegt að vera gerð úr samböndum kísilsýru þar sem kísill og súrefni mynda samsettu jónina (SiO4)-4. Eins og fram kemur á mynd  sést að súrefnisjónin er miklu stærri en kísiljónin. Rafkraftarnir sem draga súrefnisjónirnar að kísiljóninni raða þeim upp umhverfis hana þannig að sem styst bil verði milli allra atómkjarnanna. Rúmfræðileg lögun silíkatjónarinnar verður því hyrna (ferflötungur) eins og sýnt er á mynd:  Kísiljónin (Si+4) hefur hleðsluna + 4 en súrefnisjónin (O-2) hleðsluna - 2. Út á við verður hleðsla samsettu jónarinnar (SiO4) - 4 því að (4+) + 4(2-) = − 4. Það þýðir að tengigeta súrefnisjónanna er ekki fullnýtt og hefur samsetta jónin (silíkathyrnan) því 4 tengigetur út á við. Þess vegna geta hyrnurnar auðveldlega tengst saman á hornunum eða tengst katjónum ýmissa málma sé þeim til að dreifa.


Það fer eftir efnasamsetningu, hita og þrýstingi kvikunnar hvers konar klasa eða þyrpingar silíkatjónirnar mynda. silíkötum er því skipað í flokka eftir því hvort silíkathyrnurnar eru stakar eða þær mynda keðjur, blöð eða flóknar þrívíðar grindur. Sjá mynd:  Raunar eru flokkarnir sjö en fleiri verða ekki nefndir hér



Sjá um frumsteindirnar ólívín, pýroxen, feldspat, kvars og glimmer undir:

Efnisyfirlit → Jarðfræði Íslands → Steindir → Frumsteindir.



Sjá ennfremur um bergmyndunarsteindir jarðskorpunnar.