megineldstöð: Eldstöð yfir kvikuhólfi og/eða kvikuþró sem gosið hefur mörgum sinnum á löngum tíma; virkasti hluti eldstöðvakerfis, yfirleitt 10 -15 km í þvermál; gosefnin hafa þróast og spanna mismunandi samsetningu sem nær oftast frá basalti til rýólíts. Dæmi: Krafla.
Kort sem sýna helstu virku megineldstöðvarnar: ◊
Sjá nánar um megineldstöðvar.
Flokkun íslenskra megineldstöðva.
Flokkun fastra súrra gosefna.
Sjá megineldstöðvar tertíertímabilsins og bergstanda.