bergstandur [volcanic neck, volcanic plug] nefnast gíg- eða gosrásarfyllingar sem myndast þegar kvika storknar í pípulaga gosrásum. Rof máir síðan bergið umhverfis burt þannig að bergstandurinn skagar upp úr berggrunninum. Bergstandarnir eru tíðum óreglulega stuðlaðir þannig að ýmiss konar stuðlasveipir myndast. Sem dæmi um bergstanda má nefna Vaðalfjöll í Reykhólasveit og Hljóðakletta í Jökulsárgljúfrum. Ennfremur eru Smátindur, Röndólfur og Slöttur bergstandar í fjallsrananum milli Berufjarðar og Breiðdals.


Shiprock í Nýja Mexíkó er líklega bergstandur og það sama á við um Devil’s Tower. ◊.


Sjá um hraunstöpla



Til baka í innskotsmyndanir.