massabrigðalag: [pycnocline, picnocline; gr.: pycno-: þéttleiki, massa-; cline: halli; (hér) stigvaxandi breyting] er þar sem eðlismassi vatns breytist hraðar en annars staðar í vatnssúlunni miðað við dýpi. Lagið myndar yfirleitt skörp skil á milli tveggja ólíkra vatnsmassa vegna mismunandi eðlismassa þeirra.


Sjá efnabrigðalag og hitabrigðalag.


Sjá nánar um Svartahaf.