Eina algenga steindin sem eingöngu er úr kísli og súrefni er kvars. Silíkathyrnurnar raða sér upp í flókna þrívíða grind með því að sameinast um súrefnisatómin og mynda stórsameind á þann hátt. ◊ Þessi tengi eru afar sterk enda er kvars meðal hörðustu steinda. Venja var að telja kvars til oxíða en vegna þess að silíkatjónin er grunneining þess hefur það verið talið til silíkata í seinni tíð.
Kvars finnst ekki sem frumsteind í basísku bergi en er algengt í súru storkubergi þ.e. graníti, granófýri og rýólíti. Í meginlandsskorpunni er það meðal algengustu bergmyndunarsteinda einkum í granítinnskotum og myndbreyttu bergi eins og gneisi. Vegna hörku sinnar og mikils þols gegn efnaveðrun slitnar kvarsið og veðrast afar hægt þó það velkist í fjöru eða árfarvegi. Meginlandsskorpan er víða að stórum hluta úr ævafornum kvarssandi sem settist til jafnvel fyrir rúmum 500 milljónum ára eða á því tímabili jarðsögunnar sem kallast kambríum. Þrátt fyrir háan aldur sinn eru þessi berglög laus í sér því að kornin hafa ekki náð að límast vel saman. Þau hafa því molnað auðveldlega niður og myndað ljósa fjöru-, fok- og ársanda sem víða má sjá erlendis.
Einkenni |T|
Sjá þunnsneið með kvarsi í graníti. ◊
Sjá um kvars holufyllingar.
Sjá ennfremur helstu bergmyndunarsteindir jarðskorpunnar.