Þrjár algengustu gerðir misgengja

Misgengi sem verða á brotalínu og myndast vegna spennu í bergi hafa yfirleitt ákveðna afstöðu til stefnu mestu og minnstu spennu.


  1. Sniðgengi verður ef lóðréttir misgengisfletir renna fram með hvorum öðrum. - Þegar mestu og minnstu spennukraftar í berginu eru láréttir og jafnframt hornréttir hvor á annan verður sniðgengi. Þá bresta jarðlögin og hliðrast eins og sýnt er á mynd Misgengisflöturinn verður lóðréttur og myndar hann 30° - 40° hvasst horn, við stefnu mestu spennu. Á sniðgengjunum er gerður greinarmunur á hvort þau séu hægra eða vinstra sniðgengi. (a) sýna vinstra sniðgengi. Manni sem stendur við brotalínuna og horfir yfir, sýnist landið andspænis hafa færst til vinstri.

      Dæmi: San Andreas misgengið mikla í Kaliforníu er dæmi um hægra sniðgengi. Á þversprungum milli hryggjastykkja á Atlantshafs-hryggnum eru sniðgengi (oft kölluð þvergengi) og á þeim verða oft stórir skjálftar. Slíkir skjálftar finnast úti fyrir Norðurlandi og á Suðurlandsundirlendinu. Um er að ræða hægra sniðgengi á Norðurlandi en vinstra sniðgengi á Suðurlandi. Þegar hryggur hliðrast til vinstri eins og úti fyrir Norðurlandi myndast hægra sniðgengi á þversprungunum.


      Samkvæmt þessu ættu flestar jarðskjálftasprungur á Suðurlandi að liggja frá vestri til austurs en sú er ekki raunin. Þær liggja frá norðri til suðurs og hefur þetta verið útskýrt með svokallaðri „bókahilluhöggun“.




  2. Samgengi verður á hallandi misgengisflötum ef annar barmur misgengis gengur upp og yfir hinn. - Sé lóðrétt bergþungaspennan minnst, en spenna úr öllum láréttum áttum meiri, og þá mest úr einni átt, verður til samgengi. Misgengisfletinum hallar þá minna en 45° og strik hans er hornrétt á mestu spennu. Vegna fláans sem misgengisflöturinn myndar rennur annar jarðlagastaflinn upp á hinn.

      Dæmi: Jarðskjálftinn í Chile 1960 er dæmi um skjálfta á samgengi. Spenna hlóðst upp þegar svokallaður Nazcafleki tróðst undir meginland Suður-Ameríku. Líkur skjálfti varð í Anchorage í Alaska 1964 (MW = 9,2) en þar er Kyrrahafsflekinn að troða sér undir meginland Norður-Ameríku hjá Alaska. ◊.

  3. Siggengi verður á hallandi fleti þegar annar barmurinn sígur og rennur niður misgengisflötinn. - Þegar lóðrétta bergþungaspennan er mest og allar láréttar spennur eru minni en hún verður siggengi. Misgengisfletinum hallar þá vanalega inn undir berglagastaflann sem sígur og strik flatarins er hornrétt á minnstu spennu. Siggengi eru algeng á gliðnunarbeltum plötuskilanna. Við siggengi myndast gjarna sigdalir eins og Gjástykki í Þingeyjarsýslu og Þingvallalægðin.




Sjá INDEX /=> |J| → jarðskjálftar.