jarðskorpa: [crust] er efsti hluti berghvolfsins, (stinnhvolfsins, lithosferunnar) og skiptist í meginlandsskorpu [continental crust] og úthafsskorpu [oceanic crust].


Neðri mörk jarðskorpunnar eru á svokölluðum Móhómörkum sem nefnd eru eftir júgóslavneskum vísindamanni, Mohorovicic, er uppgötvaði þau. Undir úthöfunum liggja Móhómörkin á um 5 til 10 km dýpi en á 20 til 40 km dýpi undir meginlöndum og ná þar jafnvel niður á 60 til 70 km dýpi undir háum görðum fellingafjalla.


Jaðrskopan undir Íslandi er talin þykkust undir Vatnakjökli ~ 40 km en þynnri þar sem Reykjanes- og Kolbeinseyjar-hryggir mæta landi. ◊.



Sjá um elsta berg jarðar.


Breytileg gildi eðlismassa jarðar: |T|, línurit