jarðeldahrina: (eldvirknihrina) víða á gosbelti Íslands virðist eldvirkni ganga yfir í hrinum. Má td. nefna Mývatnselda (1724 – 1729) og Kröfluelda (1975 – 1984) og á Reykjanesskaganum virðast eldvirknihrinur ganga yfir með eitt þúsund ára millibili og stendur hver hrina eitt- til tvö hundruð ár. ◊