Hvalir — þróun

Líkamsbygging og atferli hvala bendir eindregið til þess að þeir eigi ættir sínar að rekja til landspendýra. Má í því sambandi nefna beinabyggingu í framlimum „bægslunum“ og hreyfingar sporðsins við sund sem líkist fremur hreyfingu hjá hlaupandi dýri en sporðaköstum fiska. Hvalirnir hafa lungu í stað tálkna sem lægi beinna við ef þeir væru afkomendur fiska og þeir anda að sér lofti. Margir forn- og nútímahvalir bera bagga þróunar líkt og leifar afturlima. Sumir nota þó leifar mjaðmagrindarbeina við æxlun. Auk þess má sýna fram á skyldleika hvala við önnur spendýr með erfðafræðirannsóknum.


Enn hefur þó ekki fengist fullnægjandi svar við þeirri spurningu hvernig og hvenær forfeður hvala yfirgáfu fast land og héldu til hafs.


Allar fyrri tilgátur byggja á formfræði þe. eðlisfræðilegum eiginleikum steingerðra beina og byggingu þeirra. Snemma á 20. öldinni komu Eberhard Fraas og Charles Andrews fram með þá tilgátu að hvalir væru afkomendur útdauðra rándýra sem kallast kjöttönnungar [creodonts].


Ráðandi tilgáta fram til síðasta áratugs tuttugustu aldar var sett fram 1966 af vísindamönnunum Leigh Van Valen og F.S. Szaly árið 1969. Báðir veittu því athygli að tanngerð hvala líktist tanngerð í útdauðum hópi rándýra á meðal mesonychida [Mesonychia]. Einkum var reynt að rekja ættir elstu hvala til dýra lík úlfum af ættbálki mesonychida og ættkvíslinni Sinonyx. ◊. Það voru ekki aðeins tennurnar sem voru áþekkar því að hauskúpurnar líktust á ýmsan hátt ma. ílangt trýnið.


Upp úr 1990 komu fram vísbendingar sem juku skilning á uppruna hvala. Í stað þess að styðja mesonychid tilgátu Van Valens gáfu þær til kynna að hvalir ættu ættir að rekja til klaufdýra, fjölbreytts ættbálks spendýra en í þeim hópi eru kameldýr, kýr, dádýr, svín, antilópur, gíraffar og flóðhestar teljast. Árið 2000 fann Phiilip D. Gingerich völubein í steingerðum hval sem tengdi dýrið formfræðilega við klaufdýr.  Gingerich hafði raunar stundað rannsóknir í feltinu árum saman og framlag hans til rannsókna á uppruna hvala er ma. uppgötvun Pakucetus inachus sem er elsta dýr af ættbálki hvala.


Uppgötvun völubeins  Gingerichs kallaði á nýtt skyldleikatré sem greindist frá frum-hófdýrum (proto-ungulate) í klaufdýr (Artiodactyla) og hvali (Cetacea) þar sem þeir eru sýndir skyldastir flóðhestum (Hippopotamus).


Árið 1985 hafði hafði Vincent Sanrich við Berkeley-Háskólan í Kaliforníu raunar veitt athygli áþekkum eiginleikum blóðpróteina í hvölum og flóðhestum. Það var svo árið 1997 að hvölum [Cetacea] og klaufdýrum [Artiodactyla] var skipað í yfirættbálk Cetartiodactyla til að endurspegla skyldleika þessara tveggja ættbálka. Árið 2005 voru tengst á milli flóðhesta og hvala staðfest með sameindalíffræðilegri upprunaflokkun (Molecular phylogeny: lögun sameinda og þá sérstaklega RNA, DNA og próteinum.) sem styrktu betur Cetartiodactyla tilgátuna.


Með þessum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að flóðhestar og hvalir tengjast vatnskærum forföður sem lifði fyrir 50 - 60 Má. Sumir afkomendur þessa forföður héldu til hafs og urðu hvalir en hinir þróuðust í dýr áþekk svínum sem nefnd hafa verið anthracotheres en flóðhestar eru einu núlifandi afkomendur þeirra.


Í nóvember 2007 uppgötvaði Hans Thewissen lítið 48 Má steingert klaufdýr, Indohyus. Steingervingurinn er mikilvægur því að hann líkist Pakicetus svo mjög að hann má telja til hvala samkvæmt formfræðilegum eiginleikum hauskúpunnar sem er einstakir fyrir hvali og auk þess virðist dýrið hafa verið jurtaæta. Margt bendir þó til að tegundin eigi fremur heima á hliðargrein skyldleikatrés hvala fremur en að það teljist til forfeðra þeirra.


Enn eru ekki öll kurl komin til grafar og líklegt er að fleiri steingervingar eigi eftir að koma í ljós í jarðlögum sem áður voru á botni og við strendur Tethyshafs, forvera núverandi Miðjarðarhafs.
◊.



Sjá skyldleikatré yfir þróun hvala: ◊. ◊. ◊.



Sjá skyldleikatré yfir grófa flokkun hófdýra og klaufdýra.



Heimildir: Kenneth D. Rose 2001: "The Ancestry of Whales" Science Vol. 293 bls. 2216 - 2217.

"The Evolution of Whales" Animals & Nature on SQuIDO, 11. nóv. 2008.
<http://www.squidoo.com/whale-evolution>

"New Fossils Suggest Whales And Hippos Are Close Kin" ScienceDaily 2008/11/13
<http://www.sciencedaily.com/releases/2001/09/010920072245.htm>

"Whales Descended From Tiny Deer-like Ancestors" ScienceDaily (Dec. 21, 2007) — Hans Thewissen, Ph.D., Professor of the Department of Anatomy 2008/11/13
<http://www.sciencedaily.com/releases/2007/12/071220220241.htm>