grænsteinabelti: er einkum að finna á meginlandsskjöldunum. ◊ Þau einkennast einkum af gosbergi, myndbreyttu bergi og seti sem einnig á uppruna sinn að rekja til gosbergs. Þau eru oftast nokkuð myndbreytt og fá lit sinn af klóríti sem er leirsteind og myndast hún t.d. hér á landi á háhitasvæðum á talsverðu dýpi og við hitastig yfir 200°C.
Grænsteinabeltin mynda oft samhverfar fellingar milli hvelfdra granítinnskota sem þrengt hafa sér upp á milli þeirra. Elstu berglögin eru oft útbasískt gosberg en eftir því sem þau yngjast breytast þau og verður berg þeirra basískt, ísúrt og jafnvel súrt eftir því sem ofar dregur og bergið verður yngra. Efst er set sem ber einkenni þess að hafa myndast við breytilegar aðstæður einkum í miklum halla neðansjávar og yfirleitt á miklu dýpi. ◊ ◊ ◊ ◊
Grænsteinabeltin finnast einkum í meginlandsskildi Kanada, Suður-Afríku, Suðvestur-Ástralíu og Dekanskaga. ◊ Þau geta verið mörg hundruð km að lengd og nokkur hundruð m að breidd. Þau virðast flest mynduð fyrir 2,7 - 2,6 Gá og mörg þeirra virðast hafa myndast á innan við 50 milljón árum. Barberton grænsteinabeltið [Kaapvaal Greenstone Belt] í Kaapvaal meginlandskjarnanum í Suður-Afríku er talið vera 3,570 — 3,080 Gá. ◊. ◊ ◊.
Sjá gervihnattamynd af Ástralíu: ◊
Í flestum beltanna eru gosbergssyrpur neðst og setlagasyrpur efst. ◊ ◊ Gosbergið er útbasískt og basískt með miklu af komatiiti og etv. myndað í þáverandi úthafsskorpu. Ofan á útbasíska bergið leggjast basalt- andesít- og rýólítlög sem líkjast mjög gosbergi núverandi eyjaboga. Efst eru setlög úr landrænu seti eins og leirsteinn, sandsteinn, kvarsít og grávakki. Sjá áskorpuberg.
Í heild má segja að upphleðslan einkennist í fyrstu af feykilegum neðansjávargosum með myndun á komatiiti og basalti en breytist svo í andesít og rýólít frá staðbundnum eldkeilum (eyjabogar). Að lokum hefst rof með upphleðslu á landrænu seti meðfram eyjabogunum (settrog).