Fyrnur: [Archaea] voru skilgreindar sem eitt af svæðum [domain] lífríkisins ◊. ◊. í lok síðustu aldar.
Lengi vel var lífríkinu skipt í plöntu- og dýraríki en á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar skildist líffræðingum að sveppir [fungi], frumverur [protista] og bakteríur féllu illa að þessari skiptingu og á þessum árum var sex ríkja [kingdom] flokkunarkerfi sem tæki til allra lífvera viðurkennt. Þar voru dregin mörk á milli dreifkjörnunga [procaryote], og fimm ríkja heilkjörnunga [eucaryota] sem skiptast í plöntur, dýr, sveppi og frumverur. ◊
Smásæ stærð baktería takmarkaði rannsóknir á þeim og flokkun þeirra byggði í fyrstu á ytra útliti og síðar á lífefnafræði. Flokkunin varð þó ekki örugg fyrr en með tilkomu sameindalíffræði og möguleikanum á að raðgreina DNA-raðir. DNA-sameindir er að finna í frumum allra lífvera og geyma þær upplýsingar sem fruman þarf til að mynda sín prótein og aðra hluta frumunnar. Meðal mikilvægustu hluta frumunnar eru ríbósómin sem breyta boðunum frá DAN í efnafræðilega afurð. Stærsti hluti ríbósómanna er RNA sem er sameind áþekk DNA og á hún sína eigin raðir í stórsameindinni.
Á áttunda áratug síðustu aldar tóku Carl Woese og samstarfsmenn hans við Háskólann í Illinois að rannsaka DNA-raðir baktería í von um að geta dregið upp betri mynd af skyldleika þeirra. Niðurstöður þeirra voru svo birtar 1977 og vöktu strax mikla athygli. Í ljós kom að örverur voru ekki eins skyldar og haldið hafði verið og einnig tóku þeir eftir því að súrefnisfirrtar örverur sem framleiddu metan voru mjög frábrugðnar bakteríum. Til að undirstrika þennan mun nefndi Carl Woese þennan hóp fornbakteríur Archaeabacteria til að aðgreina þær frá sönnum bakteríum Eubacteria en þegar frá leið og skilin urðu ljósari breytti hann nafninu í Archaea (ísl.: fyrnur) til að aðgreina þær frá bakteríum. ◊ ◊
Nú er lífríkinu skipt í þrjú svæði [regio/domain]. ◊. Fyrst ber að nefna heilkjörnungar með með plöntum, dýrum, sveppum og frumverum sem að frumverunum undanskildum hafa verið þekktar og rannasakaðar allt frá dögum Aristótelesar. ◊ Hin tvö eru bakteríur sem fyrst voru rannsakaðar í smásjá á 17. öld af Antony van Leeuwenhoek (1632 - 1723), sem talinn er faðir smásæjar líffræði, og nú síðast fyrnur.
Fyrnur eiga sér kjörbýli við öfgakenndustu aðstæður sem þekkjast á Jörðu. Sumar halda til á hverastrýtum úthafshryggja, ◊ ◊ við hitastig yfir 100°C og aðrar lifa í heitum hverum ◊ eða í mjög súru ◊ ◊ ◊. eða basísku vatni. Þær hafa einnig fundist í meltingarvegi nautgripa, termíta og í súrefnisfirrtu umhverfi þar sem þær framleiða metan. Sumar fyrnur þola þurrkandi áhrif brimsalts vatns og í einum hópi þeirra er Halobacterium sem mikið hefur verið rannsökuð. Hún fær lit sinn af ljósnæmu litarefni, himnupróteininu bacteriorhodopsin sem er eins konar róteindadæla knúin ljósorku. Bacteriorhodopsin er purpura rautt og dælir róteindum út í gegnum frumuhimnuna og þegar þær flæða til baka nýtast þær til myndunar ADP [Adenosine diphosphate: adenósíntvífosfat] sem er orkuuppspretta frumunnar. Þetta prótein líkist mjög litarefninu rhodopsin sem er að finna í sjónhimnu [retina] hryggdýra.
Þó svo að fyrnur séu einu lífverur sem finna má í afar öfgakenndu umhverfi líkt og við hverastrýtur og í brimsöltu vatni er tilvist þeirra engan veginn einskorðuð við þessar aðstæður. Nýlegar rannsóknir benda til þess að þær sé að finna í svifi hafanna og fullvíst má telja að þær eru fjölbreyttur og affarasæll hópur lífvera í sögu lífs á Jörðu.
Sjá um Archaea (archaebacteria) á Wiki
Heimildir: | University og California, Berkley → leitarorð [archaea] < http://www.ucmp.berkeley.edu/ > < http://www.ucmp.berkeley.edu/archaea/archaea.html > |