hverastrýta: [geothermal vent, hydrothermal vent, black smoker, white smoker] strýtur eða strompar úr útfellingum sem rísa upp frá sjávarbotni þar sem jarðhitavatn mettað steinefnum streymir upp um sprungur eða augu á botninum; neðansjávarhver.


Hverastrýtur eru algengar á úthafshryggjunum í Atlantshafi og Kyrrahafi. Vatnið sem stígur upp um þær getur orðið 350 − 400°C heitt og er það svo mettað steinefnum að þau falla samstundis út. Þar sem hitinn er mestur verður vatnsstrókurinn svartur af segulkís (FeS) og fleiri efnasamböndum en þar sem hitinn er lægri myndast hvítir strókar úr barín-, kalsín- og kísilsamböndum.


Á hverastrýtunum er mjög fjölskrúðugt dýralíf sem byggir á efnatillífun [chemosynthesis] baktería. Víða er að finna svokallaða risa skeggorma [Riftia pachyptila (Giant tube worms)] ◊.


Kvikmyndabútar teknir í köfunartækinu ALVIN. QT mov © NGS.


Á lághitasvæði í miðjum Eyjafirði á um 70 m dýpi eru þrjár hverastrýtur og er sú hæsta 45 m há. Upp um þær streymir 70°C heitt vatn.