hverastrýta: [geothermal vent, hydrothermal vent, black smoker, white smoker] strýtur eða strompar úr útfellingum sem rísa upp frá sjávarbotni þar sem jarðhitavatn mettað steinefnum streymir upp um sprungur eða augu á botninum; neðansjávarhver.
Hverastrýtur eru algengar á úthafshryggjunum í Atlantshafi og Kyrrahafi. Vatnið sem stígur upp um þær getur orðið 350 − 400°C heitt og er það svo mettað steinefnum að þau falla samstundis út. Þar sem hitinn er mestur verður vatnsstrókurinn svartur ◊ ◊ af segulkís (FeS) og fleiri efnasamböndum en þar sem hitinn er lægri myndast hvítir strókar ◊ úr barín-, kalsín- og kísilsamböndum.
Á hverastrýtunum er mjög fjölskrúðugt dýralíf sem byggir á efnatillífun [chemosynthesis] baktería. Víða er að finna svokallaða risa skeggorma [Riftia pachyptila (Giant tube worms)] ◊ ◊.
Kvikmyndabútar teknir í köfunartækinu ALVIN. QT mov © NGS.
Á lághitasvæði í miðjum Eyjafirði á um 70 m dýpi eru þrjár hverastrýtur og er sú hæsta 45 m há. Upp um þær streymir 70°C heitt vatn. ◊