Margir flokkar öfgakærra [Extremophile] lífvera finnast
og er hver þeirra skýrður með tilliti til þess
hversu ólík umhverfi þeirra er því sem teljast má miðlægt. Lífverurnar er flestar að finna innan FYRNA [archea] ◊ ◊ eða BAKTERÍA. ◊ Nokkrir heilkjörnungar geta fallið í þennan flokk eins og td. Pompeii ormur [Alvinella pompejana], kribbu-kakkalakkar [Grylloblattodea], Suðuríshafs-rækjur [Euphausia superba] og bessadýr [Tardigrades] |
| Acidophile |
|
Lífverur sem kunna best við sig við sýrustig
við pH 3 eða lægra ◊
◊
◊.
 |
| Alkaliphile |
|
Lífverur sem tímgast best við pH 9 eða þar yfir. Spirula í Natronvatni. |
| Barophilic |
|
Lífverur sem þrífast best við mikinn þrýsting. |
| Endolith |
|
Lífverur sem lifa í smásæju rúmi í
bergi eins og gropum á milli korna fylliefna. Einnig kallað
cryptoendolith og nær það hugtak yfir lífverur
í bergsprungum, vatnsleiðurum og misgengissprungum fylltum
vatni á miklu dýpi. |
| Halophile |
|
Saltkærar lífverur sem þurfa amk. 2M styrk salts (NaCl) í
vökva til að tímgast. |
| Hyperthermophile |
|
Lífverur sem þrífast við hitastig á milli
80 – 122°C líkar þeim sem finnast í jarðhitakerfum. ◊.  |
| Hypolith |
|
Lífvera sem þrífst inni í bergi í
köldum eyðimörkum. |
| Lithoautotroph |
|
Lífverur (venjulega bakteríur) sem sækja kolefni
fyrst og fremst í CO2 og útvermna ólífræna
oxun (chemolithotrophs) líkt og hjá Nitrosomonas europaea;
þessar lífverur geta aflað orku frá afoxuðum
efnasamböndum eins og td. brennisteinskís og eru virkar í
jarðhitakerfum og við veðrun og niðurbroti bergs í
jarðveg. |
| Metalotolerant |
|
Lífverur sem geta þolað sterkar lausnir þungmálma
eins og kopars, cadmíum, arseniks og sinks. Dæmi eru Ferroplasma
sp. og Ralstonia metallidurans. |
| Oligotrop |
|
Lífverur sem þrifist geta í næringarsnauðu
umhverfi. |
| Osmophile |
|
Lífverur sem þrifist geta í umhverfi þar sem
styrkur sykurs er hár. |
| Piezophile |
|
Lífverur sem lifa við háan vökvaþrýsting
og eru algengar á miklu dýpi neðanjarðar og í
djúpálum. |
| Polyextremophile |
|
Lífvera sem getur sérhæft sig að fleirum en
einni öfgaaðstæðu. |
| Psychrophile/ Cryophile |
|
Kuldakærar lífverur sem þrífst betur við hitastig við
15°C og lægra; algengar í jarðvegi, freðmýrum,
heimskautaís, heimskautahöfunum og undir fönnum alpasvæðanna. Tardigrade [Isl: bessadýr En: water bears, moss piglets; Dk: bjørnedyr] geta lifað af hitastig frá - 273°C - + 151°C. ◊ ◊
|
| Radioresistant |
|
Lífverur sem þola mikið magn jónandi geislunar
– aðallega útfjólublárrar geislunar en
einnig lífverur sem þola kjarnageislun. |
| Thermophile |
|
Hitakærar lífverur sem þrífast við hitastig
á milli 60 – 80°C. ◊
|
| Thermoacidophile |
F/B |
Samband thermophile og acidophile sem kjósa hitastig á
milli 70 – 80°C og pH á milli 2 og 3. |
| Xerophile |
|
Lífvera sem þrifist getur mjög þurru uppþornuðu
umhverfi; örverur af þessari gerð er að finna í
jarðvegi Atacama eyðimerkurinnar. |