fiskar: elstu steingerðar leifar fiska og þar með fyrstu seildýra eða hryggdýra eru frá síðkambríum. Þetta voru svokallaðir vankjálkar (Agnatha), kjálkalausir brynháfar (brynfiskar), en huldir brynju úr beini. Þeir dóu út upp úr miðri fornlífsöld.


Frumstæðir litlir fiskar með kjálka og samstæða útlimi (Acantodia) komufram á silúr.


Sílúr - devontímabilið hefur stundum verið nefnt tímabil fiskanna því þeir voru einu hryggdýrin á jörðinni til loka devontímabilsins.


Yfirlitsmynd:


Fræðiheiti Íslensk þýðing
Sarcopterygii holduggar
Osteichthyes beinfiskar
Chondrichthyes brjóskfiskar
Anaspida fiskar án brynju
Gnathostomata hryggdýr með kjálka, kjálkafiskar
Osteostraci beinbrynfiskar
Pteraspidomorphi vankjálkar, líklega með brynju úr brjóski
Agnatha vankjálkar, hryggdýr án kjálka

Elstu steingervingar fiska hafa fundist í ≈ 530 Má gömlum setlögum í Chengjiang-héraði í Kína.


Sjá yfirlit um flokkun lífríkisins og/eða fiskar.