Yfirlit yfir þróun fiska. ◊
Undirfylking:Cephalochordata | ||||
Yfirflokkur: Fiskar | Líkami þakinn hreistri; paraðir uggar; anda með samstæðum tálknum sem sitja á tálknbogum og eru vel búin æðanetum til upptöku á O2 og losunar á CO2 út í vatnið. | |||
Tanndýr [Condonts] árkambríum - trías |
Tennur sem taldar eru vera úr dýri sem líktist ál. | |||
Vankjálkar |
||||
Flokkur: Vankjálkar [Agnatha] síðkambríum - nútími |
Afkomendur þeirra eru: fiskar af ættbálki holgóma fiska [Hyperotreta] t.d. slímáll, fiskisuga og steinsuga | |||
Brjóskfiskar | ||||
Craniata: (Dýr með höfuð og heila) | Myllokunmingia | |||
Brynfiskar [Ostracoderm] | Kjálkalausir fiskar klæddir brynju úr bein- eða skelplötum. | |||
Fiskar með kjálka og samstæða
útlimi |
||||
Flokkur: [Acanthodia] síðsílúr - síðdevon |
Frumstæðir litlir fiskar með kjálka og marga litla ugga. | |||
Flokkur: Brynháfar [Placodermi] devon - árkolatímabil | Fornir kjálkafiskar. Flestir höfðu þunga brynju og fáir náðu mikilli stærð. | |||
Flokkur: Brjóskfiskar [Chondrichthyes] árdevon - nútími | Hákarlar, háfar og skötur. Skrápur í stað hreisturs; mörg samstæð tálknop; enginn sundmagi. | |||
Flokkur: Beinfiskar [Osteichthyes], | Hreistraðir; eitt sameiginlegt tálknop hvoru megin; sundmagi. | |||
Undirflokkur: Geisluggar [Actinopterygii] | Geisluggar | |||
Undirflokkur: [Chondrostei] | Frumstæðir fiskar með geislóttum uggum, lungum, frumstæðum kjálkum, demantslaga hreistri, ósymetrískum sporði og hluta stoðgrindar úr brjóski. Aðeins örfáar tegundir lifa nú. | |||
Undirflokkur: [Holostei] | Fiskar með geislóttum uggum svipaðir Chondrostei en lungun hafa breyst í sundmaga og kjálkarnir eru heldur fullkomnari. Aðeins örfáar tegundir lifa nú. | |||
Undirflokkur: [Teleostei] | Hinir eiginlegur beinfiskar sem eru fullkomnustu tegundir fiska með geislaugga og sem flestar núlifandi tegundir fiska teljast til (um 19 þúsund tegundir). Kjálkar eru þróaðir, hreistur er kringlótt og skarast, sporður er symetrískur og stoðgrind er eingöngu úr beini. | |||
Undirflokkur: Skúfuggar [Sarcopterygii] árdevon - nútími |
Holdmiklir uggar einkenna þessa fiska og hæfileiki til að anda að sér lofti. Ef til vill mikilvægur tengiliður við skriðdýr. | |||
Ættbálkur: Lungnafiskar [Dipnoi]
mið-devon - nútími |
Ferskvatnsfiskar með sívalan líkama. Sumir geta lifað grafnir í leðju svo mánuðum skiptir. | |||
Ættbálkur: [Crossopterygii] árdevon - (nútími) | Fiskar með tönnum og uggabein sem samsvara beinum í útlimum frumstæðra froskdýra sem talin eru afkomendur þeirra. | |||
Flokkur: [Rhipidistians] | ||||