Eykt er heiti á tímalengd, sem er einn áttundi hluti sólarhringsins eða því sem næst þrjár klukkustundir hver. Eyktamörk eru þegar ein eykt endar og sú næsta byrjar. Eyktamörkin gengu undir ákveðnum heitum og voru helstu tímaviðmiðanir í daglegu tali.1,2
Nónhorn í Hvestudal við Arnarfjörð er svokallað eyktamark. Það er í SSV frá Neðri-Hvestu (∼ 216°/Garmin BaseCamp; ∼ 214°/Gogle Earth).
Staðarmiðtím fyrir hádegi á hverjum stað má má finna (í mínútum) með því að margfalda hádegisbaug (lendarbaug) hvers staðar með 4 og bæta síðan eða draga frá UTC eftir atvikum.
Staðarmiðtími fyrir Hvestu við Arnarfjörð (W23,70620°) er [23,70620° * 4 mín/° = 94,8 mín. á eftir UTC eða 1 klst. og 35 mín.] Nú höldum við UTC og hádegi þarna er því ∼ kl. 13:35. Frá bæjarstæðinu í Neðri-Hvestu ætti sólin að vera yfir Nónhorni ~ 13:35 + 3:00 = 16:35.
Staðarmiðtími fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík er því:
21,93931° * 4 mín/° = 87,75724 mín. eða 1 klst og 28 mín [∼ 13:28].
13:28 er meðaltal hádegis í Reykjavík en það getur sveiflast frá kl. 13:42 í febrúar til kl. 13:11 í nóvember. Þetta stafar af mismunandi hraða jarðar á sporbaug um sólina og möndulhalla Jarðar.
Sjá Almanak Hí
Sjá einnig Almanaksskýringar Þorsteins Sæmundssonar.
Heimildir: | ||
1 | Wiki <https://is.wikipedia.org/wiki/Eykt> | |
2 | Almanak Háskóla Íslands < http://www.almanak.hi.is/rim.html > |