hvesta: geil eða hringmynduð lægð umhverfis stein í snjóskafli eða umhverfis klett sem stendur uppúr jökli.
Bein tilvitnun í orðsifjabók1 og Íslensku orðabókina2
Hvesta -u, -ur KVK
1. • hringmynduð lægð
2. • lægð eða fannlaust smásvæði í skafli, oft með hengju í kring ◊ 
3. • snjóskafl í gjá eða lægð
- Hvesta kv. (18. öld) ‘hringmynduð lægð; smálaut með hvössum brúnum, td. við stein í leirflagi, í snjólagi við stein eða hús eða í lægð, … ’. ◊
Orðið kemur einnig fyrir í örn., einkum fjallsheitum, og sýnist eiga þar við hvilftir eða hvassar brúnir, sbr. fjallsnafnið Hvesta. Einig kemur fyrir hvest kv. ‘hryggskafli, aflöng, brúnhvöss snjórák’. Orð þetta virðist ekki eiga sér samsvörun í öðrum norr. málum, en er líkl. sk. hvatur og hvass; < germ. *hwa(t)stið(n) < ie. *kṳod st-, sbr. fe. hwāst(a) k. 'geldingurʼ(< *hwē(t)st-). Sjá hvatur, -hvesta og hvesti.
Heimildir: |
|
|
|
1 |
Ásgeir Blöndal Magnússon 2008: Íslensk orðsifjabók. |
|
2 |
Mörður Árnason, ritstj. 2010: Íslensk orðabók, feltt upp hjá Snöru; snara.is [220405] |