dulfrævingur: planta með lokuðu egglegi [angiosperm]. Til þeirra teljast allar æðri blómplöntur. ◊ ◊
Landbúnaður er algerlega háður tilvist dulfrævinga. Ýmist beint þegar um er að ræða kornrækt grænmetis- og ávaxtarækt til manneldis eða óbeint með beit eða öflun fóðurs fyrir búfénað hvers konar.
Af öllum plöntum eru grösin [(Monocots)/Poaceae] mikilvægust sem hráefni í fæðu (hveiti, ◊ rís, maís, bygg, ◊ rúgur, hafrar og sykurreyr). Næst í röðinni eru belgjurtir. Sömuleiðis eru plöntur af kartöfluætt (kartöflur, tómatar og pipar) mikilvægar. Þá eru plöntur af rósaætt eins og epla-, peru-, apríkósu og plómutré mikilvæg. Hér má einnig nefna ólífutré og vínvið.
Sjá um tvöfalda frjóvgun.
Stutt yfirlit yfir flokkun plantna
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Dulfrævingar. Heimild: Wiki. |