dulfrævingur: planta með lokuðu egglegi [angiosperm]. Til þeirra teljast allar æðri blómplöntur.


Landbúnaður er algerlega háður tilvist dulfrævinga. Ýmist beint þegar um er að ræða kornrækt grænmetis- og ávaxtarækt til manneldis eða óbeint með beit eða öflun fóðurs fyrir búfénað hvers konar.


Af öllum plöntum eru grösin [(Monocots)/Poaceae] mikilvægust sem hráefni í fæðu (hveiti, rís, maís, bygg, rúgur, hafrar og sykurreyr). Næst í röðinni eru belgjurtir. Sömuleiðis eru plöntur af kartöfluætt (kartöflur, tómatar og pipar) mikilvægar. Þá eru plöntur af rósaætt eins og epla-, peru-, apríkósu og plómutré mikilvæg. Hér má einnig nefna ólífutré og vínvið.



Sjá um tvöfalda frjóvgun.



Stutt yfirlit yfir flokkun plantna





Angiospermae   

  Amborella



  Nymphaeales



  Austrobaileyales



  Mesangiospermae  

  Chloranthaceae



  magnoliids



  Ceratophyllum



  monocots



  eudicots





Dulfrævingar. Heimild: Wiki.