brim: [surf, breakers] og brimöldur myndast þegar sjávaröldur berast að strönd og brotna.


Þegar öldurnar nálgast strendur og kenna grunns við dýpi sem er uþb. hálf bylgjulengdin öldunnar (L/2) rísa þær. Oft tvöfaldast ölduhæðin á grynningum. Aldan er ávallt brattari landmegin vegna þess að þar er hún á grynnra vatni en djúpmegin. Þegar ölduhæðin er orðin meiri en svo að aldan standi undir sjálfri sér steypist hún fram yfir sig og brotnar. Það gerist yfirleitt á dýpi sem jafnast á við eina til eina og hálfa ölduhæð. Alda sem er 6 m há ætti því að brotna á 9 m dýpi. Víða hefur brim hlaðið upp háum malarkömbum í fjörum.


Brotsjóir geta myndast á hafi úti þegar tvær öldur mætast og undiralda mætir öldu úr annarri vindátt.



Sjá töflu yfir olduhæð |T|



Sjá INDEXL → landmótun → hafið.