Askja heitir heitir stærsta askjan ◊. í Dyngjufjöllum. Hún er 45;m2 sporöskjulaga 7 - 8 km löng með stefnu NNA og 5 - 6 km breið en syðst í henni er önnur askja, Öskjuvatn 11 km2 „askja í öskjunni“.


Öskjuvatn er næstdýpsta stöðuvatn Íslands 220 m djúpt, á eftir Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, og 11 km2 að flatarmáli. Það liggur í sigkatli eða öskju sem myndaðist í Öskjugosinu 1875. Fyrst eftir gosið var sigketillinn tómur en 1908 hafði yfirborðið náð núverandi hæð 1052 mys.


Öskjugosið 1875, þegar eldfjallið gaus rýólítösku í fyrsta sinn,    telst til stærstu öskugosa síðan land byggðis. Eldsumbrot með öskugosi hófust að kvöldi páskadags 28. mars 1875 kl. 19 en færðist fyrst verulega í aukana uppúr miðnætti þe. aðfaranótt þess 29. Talið er að Askja hafi gosið meginhluta öskunnar á 8 klst. Flatarmál öskugeirans alls er talið hafa verið 650.000 km2 og þar af 1.000 km2 á Íslandi og er áætlað heildarmagn öskunnar 2,0  km3 og þar af 0,3 km3 hér á landi.2 Í Öskjugosinu 1875 eyddust 17 jarðir og þar af 5 til frambúðar. Gosið olli miklum búsifjum á Austfjörðum og Norðurlandi og ýtti undir Ameríkuferðir fólks í Múlasýslum.3


Eitt lengsta og virkasta sprungukerfi landsins tengist Öskju og dregur nafn sitt af henni. Það nær frá Dyngjujökli í norðvestanverðum Vatnajökli, um Dyngjufjöll og norður á Melrakkasléttu.


Sjá athugasemd við mörk eldstöðvakerfa


Árið 1907 hélt leiðangur þýskra vísindamanna inn í Öskju til rannsókna. Leiðangursstjóri var Walther von Knebel jarðfræðingur en auk hans voru þeir Hans Spethmann jarðfræðinemi og Max Rudloff málari. Skemmst er frá að segja að þeir Knebel og Rudloff munu hafa drukknað við rannsóknir í vatninu hinn 10. júlí 1907. Segldúksbátskrifli var kennt um dauða þeirra. Hans Spethmann var við jarðfræðiathuganir í fjöllunum norðaustan vatnsins daginn sem slysið varð.


Vorið 1908 kom Ina von Grumbkow, unnusta Walthers von Knebels, hingað til lands til þess að leita ummerkja um þá félaga því að bæði voru sögusagnir á kreiki um hvarf þeirra og eins trúði hún því ekki að þeir gætu hafa horfið algerlega sporlaust. Eftir nokkra dvöl og leit við Öskjuvatn að unnusta sínum hvarf hún á braut.


Áður en Ina yfirgaf Öskju hlóð hún og fylgdarlið hennar minnisvarða um þá félaga sem stendur enn. Hann er örskammt norðvestan við Víti og í honum er gestabók.1




Heimildir:
1 Grein í Morgunblaðinu, 3. júlí 2007: „Atvik við Öskjuvatn“.
2 Sigurður Þórarinsson 1963; Eldur í Öskju, AB
3 Ari Trausti Guðmundsson 2001: ÍSLENSKAR ELDSTÖÐVAR, Vaka-HHelgafell