Jarðfræðiglósur GK

Andesfjöll [Es: Cordillera de los Andes] mynda mykinn 7.200 km langan fjallgarð meðfram allri vesturströnd Suður-Ameríku þar sem skiptast á háar eldkeilur, háir tindar og hásléttur. Fjöllin skiptast í marga fjallgarða sem eru dæmigerð fyrir fellingahreyfingu landmegin við sökkbelti þar sem Nazcaflekann rekur til austurs og sekku undir Suður-Ameríku flekann. Hæsta fjall utan Himalaya fellingarinnar Aconcugua, 6.960 m er að finna í Argentínu við landamæri Síle.


Í Andesfjöllum er hæsta eldfjall Jarðar Ojos del Salado 6.893 m á landamærum Síle og Argentínu auk allra hinna 24 eldfjallanna sem ná yfir 6.000 m hæð. Andesfjöll eru auk þess stór hluti eldhringsins sem umkringir Kyrrahafið.


Segja má að saga fellingahreyfingar Andesfjalla hefjist á ár-trías 237 Má þegar Kyrrahafsflekann fór að reka að og undir vesturströnd Pangeu og þessi atburðarás er enn í gangi.


Bergtegundin andesít dregur nafn sitt af Andesfjöllum.


Nokkur eldfjöll í Suður-Ameríku: Llaima í Chile , El Misti í Perú og Cotopaxi í Ecuador