Jökulhlaup verða þegar lón við jökuljaðar tæmast eða leysingavatn af völdum jarðhita eða úrkomu, sem safnast hefur saman undir jökli, brýst fram undan jöklinum í miklum flóðum. Eldgos í eldstöðvum undir jökli valda einnig jökulhlaupum. Sjá um gos í öskjum undir jökli.
Víða við jaðar skriðjökla geta uppistöðulón safnast fyrir. Eitt besta dæmi um þetta er Grænalón ◊ ◊ ◊ vestan Skeiðarárjökuls. ◊ ◊ ◊ ◊ ◊. Þegar vatnshæðin í lóninu er orðin nægileg til að lyfta jökuljaðrinum tæmist lónið og vatnið flæðir í Súlu og Núpsvötn. ◊. Grímsvatnalægðin safnar í sig leysingavatni af jöklinum auk þess sem jökullinn bráðnar vegna jarðhitans í eldstöðinni undir ísnum. Þegar vatnsborðið er orðið nægilega hátt til að lyfta jöklinum flæðir það undir ísinn og niður á Skeiðarársand. Vestan Grímsvatna undir Skaftárjökli er jarðhiti sem stöðugt bræðir ísinn. Þegar nægilegt vatn hefur safnast fyrir undir jöklinum flæðir vatnið fram í Skaftá og sigketill myndast um leið á yfirborði jökulsins.
Tíðni jökulhlaupa breytist með þykkt jökulsins. Fyrr á öldinni voru Skeiðarárhlaup fátíðari en aftur á móti vatnsmeiri og Grænalón hljóp alls ekki heldur var affall úr því um Núpsá sem féll vestan Eggja suður í Núpsvötn og niður á Skeiðarársand. ◊ ◊ ◊ ◊
Sjá hamfarahlaup.