hamfarahlaup: notað um stór jökulhlaup þegar mikið uppsafnað vatnsmagn brýst fram í einni svipan. Slík halup margfalda vatnsrennsli og auka rennslishraða þeirra fljóta verulega sem þau falla í. Talið er að Jökulsárgljúfur og þar með talið Ásbyrgi sé grafið í slíkum hamfarahlaupum. Jökulsárgljúfur eru um 25 km á lengd, ½ km á breidd og dýptin víða um eða yfir 100 m.



Sjá gljúfur, jökulhlaup og Missoula-hlaupin.



Sjá INDEXL → landmótun → vatnsföll.