Á Torfajökulssvæðinu er stór megineldstöð sem að öllum líkindum hefur verið virk síðustu 200 þús. árin. Á þessum tíma hefur þarna myndast stærsta askja eða sigketill á Íslandi, 150 km2, og þarna er að finna mestu myndanir úr súru gosbergi hérlendis, en þetta eru einmitt tvö helstu einkenni íslenskra megineldstöðva. ◊ ◊ ◊
Eldstöðin byrjaði líklega að hlaðast upp áður en eystra gliðnunarbeltið náði suður á Torfajökulssvæðið. Upphleðslan hófst því á eins konar jaðarbelti (hliðarbelti) þar sem gliðnun jarðskorpunnar var óveruleg eða engin. Því varð eldstöðvakerfið stutt og lítið eitt ílangt í fyrstu með NV - SA-sprungum. ◊. Við slíkar aðstæður hleðst upp keilulaga eldfjall. Þegar eystra gliðnunarbeltið teygði sig suður á Torfajökulssvæðið, líklega upp úr miðju síðasta jökulskeiði, breyttist megineldstöðin smátt og smátt úr keilu með NV - SA-lægar sprungur í langdregið eldstöðvakerfi með SV - NA stefnu og tilheyrandi sprungusveimi. ◊. ◊ ◊.
Eftir aldri er myndunarskeiði Torfajökulssvæðisins skipt í þrennt. Elst er svokölluð Brandsgilsmyndun þá kemur Jökulgilsmyndunin og yngst er Bláhnúksmyndunin sem talin er hafa byrjað á síðari hluta síðasta jökulskeiðs og stendur hún enn yfir.
Sá hluti Bláhnúksmyndunarinnar, sem til varð undir jökli, er bæði úr rýólíti og móbergi. Rýólítið er einkum að finna í hryggjum í útjöðrum Torfajökulssvæðisins sem urðu til við gos á bogasprungum undir jöklinum enda þótt telja megi að SV - NA-sprungustefnan hafi verið orðin ríkjandi á myndunartímanum. Dæmi um þessa rýólíthryggi eru Laufafell og Kirkjufell og náðu þeir að skjóta kryppunni upp úr jöklinum.
Eina rýólítið, sem finnst inni í öskjunni frá þessari myndun, er Bláhnúkur sjálfur sem myndunin er kennd við. ◊ Hann er dæmigerður perlusteinsgúll myndaður við rýólítgos undir jökli og sýnir einkenni þeirra afar vel enda náði jökulvatnið ekki að skola glersallanum burt af yfirborði hans áður en jökullinn hvarf af svæðinu.
Af þeim gosum sem orðið hafa eftir lok ísaldar og teljast því til Bláhnúksmyndunarinnar má t.d. nefna Hrafntinnusker ◊ frá öndverðum nútíma en því fylgdi mikið vikurgos. Yngra hraun er Dómadalshraun frá u.þ.b. 150 e.Kr. og fylgdi því einnig mikið öskugos. Þá var líka gos í Vatnaöldum á Tungnaáröræfum ◊ og Hrafntinnuhrauni ◊ ◊ árið 871 ± 2 e.Kr. Sjá: ◊. Í því gosi myndaðist tvílita öskulagið sem gengur undir nafninu landnámslag ◊ ◊ Neðri hluti þess er ljós og er kominn frá Hrafntinnuhrauni en efri hlutinn er svartur og kominn frá Vatnaöldum.
Síðast gaus á þessu svæði í þegar Tröllahraun rann frá Tröllagígum 1862 til 1864. Árið 1477 AD hafði gosið á Veiðivatnasvæðinu og er það með stærstu öskugosum sem hér hafa orðið síðan land byggðist. ◊. Þetta var feikilegt gos á gossprungum sem ná frá norðvestanverðum Vatnajökli um Veiðivötn ◊. ◊. ◊. ◊ ◊. ◊. og þaðan suðvestur um Ljótapoll ◊ ◊ til Laugahrauns. ◊ ◊ ◊ ◊ Sjá: ◊. ◊ ◊ ◊. Suðvestast myndaðist rýólíthraunið Laugahraun, fáeinum km norðar runnu dasíthraunið Námshraun og andesíthraunið Norðurnámshraun. ◊ Bergið í öllum þessum hraunum er blandað basalti sem talið er að geti hafa borist með kvikuhlaupum neðanjarðar norðan frá Veiðivatna- eða Bárðarbungusvæðinu. Enginn vikur kom upp með Laugahrauni og Námshraununum en þar sem eldstöðvarnar lágu á Veiðivatnasvæðinu og undir jökli gusu gígarnir mikilli basískri gjósku.
Nokkrar myndir frá Landmannalaugum: ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊