Tröllahraun: rann frá Tröllagígum í gosi sem hófst 30. júní 1862 og stóð fram á haust 1864. Meginhluti hraunsins hefur runnið úr nyrsta hluta gígaraðarinnar, næst Bárðarbungu og þrálát móða fylgdi gosinu. Gígaröðin er slitrótt um 16 km löng og flatarmál hraunsins er 51 ± 2 km2.1 Tröllahraun hefur svipaða efnasamsetningu og Holuhraun hið eldra og yngra enda tilheyra hraunin megineldstöðinni Bárðarbungu. ◊ ◊.
Heimildir: | ||
1 | Guðrún Larsen 2014: Munnleg heimild |