Sýrur og basar, sem eru rammir rafvakar (klofna fullkomlega í jónir í lausn), eru kallaðar rammar sýrur og rammir basar. Þær sem eru daufir rafvakar (jónast að hluta) eru sagðar daufar sýrur og daufir basar.


Rammar sýrur eru neikvæðari en daufar sýrur þegar hvarfgirnin ræðst aðeins af styrk H+(aq). Hvarfgirni sýru getur samt sem áður ráðist af anjóninni engu sýður en H+(aq). Flúorsýra (HF) er td. dauf raflausn (aðeins jónuð að hluta í lausn) en hún er mjög hvarfgjörn ræðst heiftarlega á mörg efni og þar á meðal gler. Þessi hvarfgirni er vegna sameiginlegrar virkni H+(aq) og F(aq).