remma: rafvökum er skipt í ramma [strong electrolytes] og daufa rafvaka (rafvaka) [weak electrolytes] eftir því hversu vel þeir leiða rafstraum.
Rammir rafvakar [strong electrolytes] eru þær lausnir sem aðeins eru úr jónum. Í eðli sínu eru auðleyst jónaefni (eins og NaCl) og fáein sameindaefni (eins og HCl) rammar lausnir. Daufir rafvakar [weak electrolytes] eru þær sem að mestu eru úr dreifðum sameindum og aðeins örlítill hluti þeirra úr dreifðum jónum. Þegar ediksýra (HC2H3O2) er til dæmis leyst upp í vatni er stærstur hluti leysta efnisins HC2H3O2-sameindir. Aðeins örlítill hluti (uþb. 1%) HC2H3O2 leysist upp í jónirnar H+(aq) og C2H3O2-(aq).
Sjá greiningartöflu: |T|
Sjá töflu yfir nokkrar algengar sýryr og basa (Tafla ccs 4.2) |T|