Geisladrif fyrir DVD diska er í öllum tölvum skólans. Þau eru flest sömu gerðar og þau sem er að finna í ferðatölvum. Allur viðkvæmasti vélbúnaðurinn er í sleðanum sem dreginn er út og gerir það þau afar viðkvæm.

Gætið þess að smella diskinum niður á öxulinn / sætið sem pílan vísar á.

Biðjið um aðstoð ef diskur festist í drifi. Forðist að nota „kúbein“ !!!


Ef DVD drifið er bilað má færa kvikmynd á 8 GB eða 16 GB  USB



Ef líklegt er að diskurinn sé án valmyndar [Menu] þá þarf að gera þetta á eftirfarandi hátt

Öruggasta aðferðin


Best er að beita eftirfarandi vinnulagi:
  1. Setja DVD diskinn í drifið og bíða eftir að táknmyndin hér til hægri birtist á skjánum.
  1. Hægrismella á DVD-táknmyndina
  2. Velja eins og gert er á myndinni
  3. → Application
  4.   → Multimedia
  5.      → VLC media player
Þá opnast samtalsgluggi VLC-spilarans (etv. sést keilan ekki en það skiptir ekki máli)
  1. Smelltu á Play [►] hnappinn (þar sem bendillinn er)






Þá opnast gluggi eins og sá sem sést hér til hægri
  1. Veldu Disc flipann.
  2. Það á að vera hakað við DVD.
  3. Ekki á að vera hakað við [No DVD menus] nema diskurinn hafi verið gerður af „fúskara“.
  4. Smelltu á Play hnappinn neðst á myndinni þar sem bendillinn er.



Í sumum tilfellum getur VLC-spilarinn gefið villuboð um að hann geti ekki spiilað diskinn. Sjá ráð við því Error !

Ef ætlunin er að birta undirtexta með kvikmyndinni er líklega öruggara að sleppa valinu í valmyndinni en nota þess í stað valstikuna á spilaranum

  1. Video
  2. Subtitles Track
  3. Velja þar viðkomani tungumál.
Hljóð og mynd falla ekki saman. Sjá hvernig hægt er að fínstilla það.

Ef DVD diskurinn hefur verið brenndur sem VIDEO - diskur en án valmyndar þarf að haka við [No DVD menus]


Þegar spila skal kvikmynd í einum fíl td. *.mp4, Quick-time *.mov eða *.wmv skal velja File og leita hans á diski eða minnisstaf.



Vandræði

Ef mynd og hljóð virðast hökta þá er líklega annað forrit í gangi sem vill fá að taka þátt í sýningunni. Besta og fljótlegasta lausnin er að endurræsa tölvuna.