Beinar tilvísanir í reiknitöflur
Hægt er að sækja gögn í aðrar reiknitöflur á tvo vegu: Með hlekkjum [links] og tilvísunum [references]. Gallinn við fyrri aðferðina er sá að hlekkirnir uppfærast aðeins þegar skjalið er opnað en tilvísanir má uppfæra með flýtilyklunum.
Auðvelt er að mynda tilvísun með músinni og sækja þannig gögn úr reiknitöflu — eina eða fleiri:
- Hafðu báðar töflurnar opnar — (A sækir tilvísun í B).
- Smelltu á [=] næst tv. við innskriftarlínuna [Input line] í A (og = birtist í viðkomandi hólfi).
- Farðu með bendilinn í töflu B sem er með þeim gögnum sem á að sækja og veldu rétta hólfið.
- Farðu til baka yfir í töflu A þar sem tilvísunin á að birtast og þá sést að slóðin er komin í innskriftarlínuna og í hólfið þar sem [=] hafði verið sett.
- Smelltu á
-hnappinn [accept] sem birtist nú tv. við innskriftarlínuna.

- Tilvísunin á nú að vera virk.
Tilvísanir má uppfæra með Ctrl+⇧+F9 í Windows / xUbuntu og ⇧ ⌘ F9 á Mac OS X.
Til þess að tilvísanir virki eðlilega þarf að vista reiknitöfllurnar sem .ods fíla. (Notaðu ekki: .xls eða .xlsx).
Sjá nánar í notendahandbók LibreOffice Calc bls. 255.
Sjá ennfremur
beinar og afstæðar tilvísanir í hólf innan reiknitöflu og
afbrigði tilvísana.