Leturgerðir — fontar

Leturgerð [typeface] er listræn framsetning leturtákna í prentlistinni og er hvert tákn hannað af mikilli kostgæfni. Nú finnast þúsundir leturgerða og stöðugt eru nýjar að bætast við þær sem fyrir eru.


Ensku oðin typeface og font nánast samheiti en fyrir daga stafrænnar prentlistar höfðu þessi orð ólíka merkingu.


Font er af sömu rót og fondue [fondue ← mFr, fonte] og merkir það eitthvað sem hefur verið brætt og þá með vísun til þess að letur fyrir setjaravélar var gert í letur-málmsteypum. Prentarar notuðu orðið font td. yfir Times 12 pt pg Times 10 pt sem tvo aðskilda fonta. Nú má auðveldlega breyta leturstærðinni en þó eru Times regular, Times italic Times bold og Times bold italic 4 aðskildir fontar en í sömu fjölskyldunni.


Þrjár leturgerðir sem allar voru skrifaðar í 40 pt og bilið á milli rauðu línanna var einnig haft 40 pt. Algengustu gerðir Algengasta notkun
Serif fjölbreidda Times Samfelldur texti á pappír td. í bókum og dagblöðum.
Sans serif fjölbreidda Helvetica Texti á vefsíðum, í leiðarvísum og á teikningum.
einbreidda Courier Töflur, ýmis vinnuskjöl og skýrslur


Á myndinni hér til hægri sést munurinn á serif (Times) og sans serif stafagerð(Helvetica) greinilega.
Hér sést munur á fjölbreidda- [proportional] og einbreidda [monospaced] stafagerðum.

Helstu viðmiðanir í gerð leturtákna. Fonturinn, sem hér er notaður, heitir Adobe Garamond Pro®


TrueType fontar [.ttf] á Wiki.


OpenType fontar [.otf] á Wiki.

LibreOffice á Linux-kerfi styður ekki útprentun texta með OpenType fonti.

FreeType á Wiki



Síða til að skoða fonta http://www.impallari.com/testing/



Sjá lista yfir leturgerðir (fonta) sem finna má á flestum kerfum.



Sjá dæmi um sambindinga [ligature]