þeytigos: [Plinian eruption, plínisk gos] verða þegar eldstöð gýs nær eingöngu gosgufum og gjósku sem þeytast upp úr gígnum.


Gosin einkennast af mikilli vikurframleiðslu og gassprengingum sem þeyta eldfjallaösku upp í heiðhvolfið [stratosphere]. Gosin eru stundum sögð Vesúvíus-gerðar eða plínísk gos og er það dregið að nafni Plyni yngra [Gaius Plinius Caecilius Secundus f. 61 AD - d. ≈ 112 AD] en í bréfum sínum lýsti hann Vesúvíusgosinu er lagði Pompeii og Heracleum í rúst 79 AD.