eðli eldgosa: getur verið margbreytileg og átt sér margs konar byrtingarmyndir eða gerðir. Eðli gosefna og aðstæður ræður mestu um hvort gosefnin eru föst gosefni, gjóska eða gosgufur.



Gerð Fræðiheiti Lýsing

Flæðigos á miðhafshryggjum Flæðigos eru líklega algengustu eldgos á yfirborði Jarðar ef með eru talin hraungos á miðhafshryggjum. Þau eru flest þakin bólstrabergi en undir því geta líklega legið hraunbreiður.

Í einni af rannsóknarferðum köfunartækisins ALVIN töldu menn sig sjá merki um hrauntjörn sem hafði tæmst og myndað álíka fyrirbæri og Dimmuborgir.

Flæðigos á sprungu
Icelandic eruption
Kvikustrókavirkni [lawa fountains] þar sem gýs þunnu basísku hraunbráði þannig að hraunið myndar háan eldvegg án gassprenginga. ◊. Fljótlega leitar kvikan í afmarkaða gíga á sprungunni þar sem gosið heldur áfram sem blandgos.

Surtseyjargerð
Surtseyan eruption
Sprengigos sem verða þegar vatn á greiða leið í gíginn frá sjó, jökulbráði eða stóru stöðuvatni. Sprengiþáttur Surtseyjargossins og Eyjafjallajökulsgossins var slíkrar gerðar. ◊.

Hverfjallagos
Phreatic eruption
Hverfjallagos eða freatísk gos [Gr.: phreat- : grunnvatns-] verða þegar grunnvatn flæðir að gosrásinni og heiftugar sprengingar mynda gjóskugíga umhverfis gosopið.
Dyngjugos Dyngjugos þar sem þunn basísk gasrýr kvka kraumar í toppgíg og rennur oftast úr honum um hraunrásir ýmist á eða undir yfirborði.
Dyngjugos
[Hawiian eruption]
Dyngjugos með hrauntjörn í toppgíg, kvikustrókum í hliðargígum hrauntröðum eða rásum undir yfirborði sem geta orðið að hraunhellum ef þær tæmast við lok gossins.
Strombólísk gerð
Strombolian eruption
Eldgos með tiltölulega veikri sprengivirkni. Gassprengingar í kvikunni þeyta kvikuslettum sem ýmist falla aftur í gíginn eða falla sem öskukorn, gjall eða hraunkúlur á gígbarmana. Nafnið er dregið af hegðun gosa í gíg Strombolí. ◊. Gosið á Fimmvörðuhálsi 2010 og Vestmannaeyjum 1973 var af þessari gerð.

Vúlkönsk gerð
Vulcanian eruption
Eldgos vúlkanskrar gerðar eru meðalstór sprengigos sem þeyta ísúrri andesít og dasít ösku, vikri og hraunkúlum uppúr gígnum. Vegna þess hve hraunbráðið er seigfljótandi verða miklar sprengingar þegar gosgufur brjótast út úr henni. Svokallaðar brauðskorpu-hraunkúlur sem lítið sem ekkert hafa breytt um lögun á fluginu myndast gjarna í slíkum gosum. Nafnið er dregið af eynni Vulcano í Tyrrenahafi.
Peleísk gos

Pelean eruption
Peleisk gos verða þegar seig súrt hraunbráðið stíflar gosrásina og þrýstingur kviku og gastegunda hleðst upp. Þegar gosgufurnar ná að brjóta sér leið til yfirborðsins meðfram gígfyllingunni myndast eldský, svokölluð gjóskuhlaup, úr funheitum gufum og glóandi kvikufroðu sem geysist niður hlíðar eldfjallsins með ógnarhraða. Nafnið draga þessi gos af eldfjallinu Pelé á eynni Martinique í Vestur-Indíum vorið 1902.
Þeytigos
Plinian eruption
Plínisk gos eru stór þeyti og sprengigos sem mynda mikinn dökkan gosmökk úr gjósku og gasi upp í veðrahvörfin ( > 11km). Fræðiheiti þessara gosa er dregið af nafni Plyni yngra en hann lýsti Vesúvíusgosinu sem eyddi Pompeii og Heracleum 79 AD. ◊. ◊.

Fyrir kemur að að gosmökkurinn hrynji þegar vatnsgufan kólnar og getur það orsakað gusthlaup.