súrefnisskortur, súrefnisþurrð: [anoxia] skortur á súrefni. Hugtakið er einkum notað um aðstæður í höfum eða á hafsbotni þar sem sjórinn er nánast eða alveg súrefnislaus. ◊. ◊.


Lífrænar leifar við yfirborð byrja að rotna nálægt yfirborði þar sem súrefniskærar bakteríur vinna en þegar neðar dregur og súrefni hefur gengið til þurrðar taka loftfirrtar bakteríur við. Þær nýta sér súlfatjónina (SO42-) í sjónum til að oxa lífræna efnið. Í því ferli er brennisteinsatóm súlfatjónarinnar afoxað í súlfíð (S2-) sem hvarfast við vetni og myndar H2S. Brennisteinsvetnið getur gengið í samband við járn (Fe) og myndað brennisteinskís og ef H2S myndunin er mjög hröð gýs það upp í guguhvolfið.


Á hafsbotni þar sem lífrænar leifar hlaðast hraðar upp en svo að þær nái að rotna vegna súrefnisskorts í neðri lögum sjávar gýs brennisteinsvetni upp úr setinu. Þetta gerist td. í uppstreymisbelti Beunguela hafstraumsins við strönd Namibíu. ◊.


Sjá um perm-trías útdauðann.


Sjá um Svartahaf, efnabrigðalag og hitabrigðalag.