Í Svartahafinu háttar þannig til að lítil sem engin lóðrétt blöndun gerist neðan svokallaðs massabrigðalags á 100 - 150 m dýpi. Hafinu berast ≈ 320km3/ár af ferskvatni og á Dóná þar stærstan hlut og með botni Bospórussunds renna ≈ 200 km3/ár af mjög söltum sjó sem leitar til botns vegna eðlisþyngdar sinnar. Leifar lífvera sem lifðu í súrefnisríka laginu ofan massabrigðalagsins falla til botns en ná ekki að rotna vegna súrefnisþurrðar. Á botninum safnast þær saman í fúlum leir og mynda lífefnaríkan leirstein. Í leirsteininum myndast oft brennisteinskís við að óbundið H2S gengur í samband við járn.


Hvarfið gæti etv. litið svona út:2

Fe2+ + HS- → FeS + H2S → FeS2 + H2

eða

Fe2+ + HS- → Fe(HS)x + H2S → FeS2 + H2



Á kuldaskeiðum ísaldar var sjávarstaða svo lág að tenging Svartahaf við Miðjarðarhaf rofnaði og við þær aðstæður var umrædd lagskipting ekki eins og nú.




Sjá um lagskiptingu í hlutblönduðum vötnum og höfum.



euxinic environment: [euxinic: sem lítur að Svartahafi] er hugtak sem stundum er notað um aðstæður líkar því sem er að finna í Svartahafi.




Heimildir:   1) Neretin L., M.E. Böttcher, B.B. Jörgensen, I.I. Volkov, H. Lüschen 1999: Pyritazation at the Holocene / Late Pleistocene transition in the Black Sea sediments: Sulfur species and their isotopic composition, Geochemistry of the Earth's Surface, Balkema, Rotterdam, 331-334
< http://eagle.icbm.uni-oldenburg.de/~mbgc/HolgerL/BlackSea.html >

2) Rickard D. 1994: A new sedimentary pyrite formation model. Minerallogical Magazine VOLUME 58A p. 772-773,
< http://www.minersoc.org/pages/Archive-MM/Volume_58A/58A-2-772.pdf >