Ýmis atriði einkenna seinni útdauðann í lok perm: ◊.

  1. Útdauðann bar brátt að og gerðist líklega innan 1 Má.

  2. Vissar tegundir dóu út og þær sem höfðu að nokkru náð sér eftir fyrri útdauðann hurfu alveg eins og fusulinid-götungar, rúgósa og töfluskiptir kóralar.

  3. Afflæði á mið-perm og sjávarstaða féll um 100 m á síðustu 2 milljón árunum. Í lok tímabilsins var grunnsævi aðeins að finna á mjóum svæðum meðfram meginlöndum.

  4. Svokölluð Dicrovidium-flóra sem var aðlöguð hlýjum þurrum svæðum flutti sig fá svæðum við miðbaug til suðurpólsins þar sem hún útrýmdi Glossopteria-flórunni en hún var aðlöguð köldu röku loftslagi. Þessi breyting í lok perm ásamt breytingum á mörgum svæðum frá kolamyndunum til rauðs sandsteins sýnir miklar breytingar á loftslagi þegar útdauðinn gerðist.

  5. Steingerð gró og sveppir finnast í miklu magni í grunnsjávarseti frá síðperm; sveppir virðast hafa breiðst út vegna næringar sem þeir fengu frá rotnandi gróðri í strandhéruðum.

  6. Miklar hraunbreiður mynduðust í Síberíu fyrir 251 Má við einhver mestu eldgos sem þekkt eru frá upphafi kambríum (phanerozoic). Gosefnin, Siberian traps, frá þessum tíma eru uþb. 3 · 106 km3 og þekja uþb. 3,9 · 106 km2. Aldursákvarðanir benda til þess að þessi gos hafi átt sér stað á síðustu 500.000 árum perm-tímabilsins. Eiturgufur frá þessum gosum geta hafa breytt veðurfari jarðar með því að minnka inngeislun sólar eða auka gróðurhúsaáhrif. ◊.

  7. Í seinni útdauðanum á perm virðist sem djúpsjór hafi orðið mjög súrefnissnauður. Við slíkar aðstæður getur það gerst að þessi súrefnissnauði sjór berist upp og losi CO2 eða H2S í stórum stíl. ◊. ◊. Sjá um hlutblönduð stöðuvötn.

  8. Mikið fall á δ13C virðist verða við P/T-mörkin en það getur stafað af svo mikilli hlýnun að kolvetnissambönd hafi losnað úr setlögum í miklum mæli. ◊.


Súrefni lækkaði stöðugt á síðari hluta perm. ◊.


Afstaða meginlanda:


Sjá um δ13C


Sjá ferla CO2 og O2: ◊.


Sjá línurit yfir hitafar á jörðinni frá upphafi sílúr.



Það voru tiltölulega fá landdýr sem lifðu perm/trías-útdauðann af en Dicynodontar, sem teljast til þeleðla, voru þar á meðal. Auk þeirra tórðu anapsídar, og boleðlur. |Tskriðdýr|