Sólheimajökull er skriðjökull sem rennur suður úr Mýrdalsjökli ◊. ◊. ◊. um U-laga dal. Hann er 15 km langur, 1 – 2 km breiður og ∼ 44 km2. Jökullinn rennur út úr Kötluöskjunni um jökulsorfið skarð á milli Goðabungu og Háubungu. Fallhæð jökulsins frá meginjöklinum og niður á láglendi í 100 m hæð er um 1.000 m. Vegna lögunar skriðjökulsins hefur hann reynst afar næmur fyrir breytingun á veðurfari.


Fylgst hefur verið með jökulsporði Sólheimajökuls frá árinu 1930 þegar Jón Eyþórsson (1895 - 1968), veðurfræðingur, einn helsti frumkvöðull jöklarannsókna á Íslandi, kom fyrir merkjum við Sólheimajökul og fékk heimamenn til að fylgjast með breytingum. Jón stóð fyrir stofnun Jöklarannsóknafélagi Íslands – JÖFRI og hafa félagsmenn staðið fyrir mælingum síðan. Um nokkurt árabil hefur lega um 40 jökulsporða verið mæld reglulega.




Sjá Kötlu


Sjá jöklabúskap