jöklabúskapur: lýsir sambandinu milli ákomu á ákomusvæði jökulsins og leysingar á leysingasvæði hans. Jöklarnir eru forðabúr vatns. Þeir taka við snjó á safnsvæðum, breyta honum í ís og flytja hann niður á leysingasvæði þar sem hann verður að vatni sem rennur í jökulár.


Afkoma jökuls [En: glacier mass balance; De: Massenbilanz] er mismunur á ákomu [accumulation] og leysingum [ablation].


Vetrarafkoma [winter balance (bw)] er mæld að vori í snjókjörnum sem boraðir eru gegnum vetrarsnjóinn.


Sumarafkoma [summer balance (bs)] er mæld með stikum eða vír. Hæð stiku eða vírs upp úr snjó/ís er mæld að vori og hausti.


Ársafkoma [net balance] er reiknuð sem summa vetrar og sumarafkomu.


Bæti ísstraumurinn nákvæmlega upp það sem hverfur af leysingarsvæðinu helst yfirborð jökulsins óbreytt, jökullinn er í jafnvægi og fer með jafnvægishraða.


Sjá nánar.


Sjá Sólheimajökul.


jökulsporða og síðu Jöklarannsóknarfélags Íslands um sporðamælingar JÖFRI.


Sjá Kötlu


Sjá jöklabúskap