Laxárhraun-yngra: kom up í Þrengsla- og Lútentsborgum á 12 km langri gossprungu sunnan Hverfjalls fyrir 2300 árum. ◊. Á leið sinni til norðurs rann hraunið yfir Laxárhraun eldra ◊. sem upp kom miklu sunnar í Ketildyngju þrjú þúsund árum áður. Hraunið myndaði hrauntjörn þar sem nú eru Dimmuborgir og út í stórt stöðuvatn þar sem fjöldi gervigíga  myndaðist. Áfram hélt hraunið og rann til norðurs eftir farvegi Laxár og norður fyrir Háubrúnir og Múlastöpul þar sem það breiddi úr sér í Aðaldal. Norðan Garðsnúps, sem gengur norður úr Fljótsheiði, mynduðust í því gervigígar og hraundrýli og nokkru norðar rann það fram af Laxárhrauni eldra og til sjávar á milli Skjálfandafljóts í vestri og Laxár í austri.



Sjá Bárðardalshraun.