Helstu jarðskjálftasvæði Jarðar

Laust eftir 1960 lýstu þeir John F. Kennedy fyrir hönd Bandaríkjanna og Nikita Khrushchev fyrir hönd Sovétríkjanna yfir áhuga á að koma á banni við tilraunum með kjarnorkuvopn. Milliríkjasamningur um takmarkað bann við kjarnorkusprengingum í andrúmslofti, á landi og í vatni komst svo á 1963 (The Limited Test Ban Treaty of 1963 (PTBT)). Til þess að fylgjast með því að staðið væri við samninginn þurfti að koma upp þétt riðnu neti jarðskjálftamæla og safna gögnum frá mælingunum og greina þau kerfisbundið. Í kjölfarið fóru svo að berast inn gögn um alla stóra skjálfta á misgengjum í jarðskorðunni sem sýndu stærð þeirra eðli og upptök. Fljótlega kom í ljós að skjálftaupptökin mynduðu mjó belti um jarðarkúluna sem sýndu flekamót og flekaskil jarðskorpunnar [interplate earthquakes]. Stærstu og dýpstu skjálftarnir reyndust vera á samgengjum flekamótanna en skjálftar á flekaskilunum sýndu nær eingöngu siggengi auk þess að sýna sniðgengi á þverbrotabeltum miðhafshryggjanna.


Helstu jarðskjálftasvæðum jarðar [earthquake zones] má skipta í þrennt. Flestir eða 80% allra skjálfta verða á svokölluðu Kyrrahafsbelti — „eldhringnum“. Næstflestir skjálftar verða á belti sem nær frá Gíbraltar um Miðjarðarhafslönd, Anatólíu og þaðan austur um fjalllendi Asíu en þarna verða um 15% skjálfta. Í þriðja lagi er skjálftasvæði úthafshryggja eins og Atlantshafshryggjarins. Grunnir skjálftar eru á öllum þessum svæðum en djúpir skjálftar verða einkum við djúpálana.


Auk þess verða svokallaðir innflekaskjálftar (innplötuskjálftar) [intraplate earthquakes] einkum þar sem gamlir brestir eru í jarðskorpunni.


Sjá síðu USGS um sögulegt yfirlit yfir stærstu jarðskjálfta síðan 1900 og stóra og mannskæða jarðskjálfta.


Sjá síðu USGS um sögulega jarðskjálfta [Historic World Earthquakes].


Sjá ennfremur síðu yfir „rauntíma“ skráningu jarðskjálfta á jörðinni.


Hlekkir í vefsíður erlendra fréttamiðla um stóra skjálfta.




Sjá INDEXJjarðskjálftar.



Sjá INDEXLlandrek.