Nyiragongo: eldkeilan (3.470 m) í Virunga fjöllum í Albertine sigdalnum, sem er vesturgrein Sigdalsins Mikal í Austur-Afríku, er ein af virkustu eldkeilum Jarðar [1°31'S 29°15'E] og með mikilli hrauntjörn í gígnum. Fjallið er í Virunga þjóðgarðinum í Congólýðveldinu, austur undir landamærum Rwanda og 20 km norðan borgarinnar Gova og Kivu-vatns.