Dragár

Dragár eiga sér engin glögg upptök heldur verða til þegar yfirborðsvatn í lækjarsytrum leitar sameiginlegs farvegar. Þær eru einkum á þéttum berggrunni blágrýtissvæðanna. (d-liður á: ) Farvegur dragánna er oftast fremur grýttur og víða eru merki þess að þær eigi það til að flæða yfir bakka sína því rennsli þeirra er mjög háð veðurfari. Í rigningum og leysingum marfaldast rennsli þeirra en í þurrkatíð og frostum eru þær vatnslitlar. ◊. Sé land á vatnasviðinu vel gróið dregur gróðurinn úr rennslissveiflum. Hitastig vatnsins sveiflast mjög með lofthita. Dragárnar leggur því oft á vetrum og í þær kemur grunnstingull en svo nefnist sérkennileg ísmyndun við árbotninn í frostum. Einnig myndast oft háar ísskarir við bakkana. Þegar hlánar vaxa dragárnar oft heiftarlega og ryðja af sér ísnum og mynda jafnvel klakastíflur sem geta valdið flóðum - krapaflóðum. Dæmigerðar dragár eru Norðurá í Borgarfirði, Eyjafjarðará, Fnjóská, sem er lengsta dragáin, og Grímsá í Skriðdal. Stöðuvötn sem dragár renna um jafna vatnsrennsli þeirra.


Samanburðartafla


Til baka í flokkun vatnsfalla