grunnstingull: [anchor frazil ] í köldu veðri getur vatn í iðustreymi grunnra fljóta eða lækja undirkælst og við slíkar aðstæður nær ís að myndast hvar sem er í ímyndaðri vatnssúlu frá yfirborði til botns. Fyrst myndast ísnálar 3 til 4 mm í þvermál sem berast til botns með iðuköstum þar sem þær mynda knippi er festast við botninn sem grunnstingull. Eftir því sem ísknippin vaxa og flotkraftur þeirra vex aukast líkur á því að þau losni af botninum og fljóti upp. Þá hangir gjarna möl í þeim og jafnvel stórir hnullungar.


Á líkan hátt og þétting vatns losar um hamskiptavarma gerir kristöllun vökva það einnig td. við ísmyndun.


Tilraun var gerð1 í vatnstanki sem rúmaði 750 mL (L 25 cm, H 15 cm og D 2 cm) og atburðarásin tekin á myndband, QTM1, sem sýnir hvernig undirkælt kranavatn - 4 °C (-4,0484°C) bregst við þegar aðskotaögn til kjarnamyndunar kemur í vökvann en í þessu tilfelli var ísögn látin falla í vatnið til að koma kristölluninni af stað. Hitastigið var mælt með hitaviðnámi neðst á hvítu stönginni sem nær frá botni og skáhallt upp til hægri og niðurstöður mælingarinnar sjást neðst á skjánum.


Ísmyndunin losar hamskiptavarma og hann veldur því að hitastigið hækkar. Þegar ísmyndunin nær hitaviðnáminu sést að hitastigið hækkar snögglega (-0,6631°C) og nær loks frostmarki (-0,0240°C). Myndin er sýnd á eðlilegum hraða og kristalvöxturinn er um 1 cm/s.1


QT-mov sem sýnir ísmyndun við undirkælingu (Quick Time Player þarf að vera settur upp á viðkomandi vél).


Grunnstingull myndast einnig við strendur stöðuvatna í frosti og vægt öldurót. Grunnstingulsknippið á myndinni er frá strönd Michiganvatns nálægt Chicago, Illinois:
Heimild:     1) Kempema, Edward, Ph.D. 2003 - 2005: Frazil Ice Formation, Anchor Ice Formation and Ice Rafting,
    < http://faculty.gg.uwyo.edu/kempema/supercool.html >