Líf á upphafsöld

Hvernig svo sem fyrstu meginlöndin litu út er víst að þau voru ber og lífvana, en löngu áður en þau mynduðust hafði líf kviknað og frumur byrjað að fjölga sér.


Svo er að sjá sem jörðin sé eina reikistjarnar í sólkerfi okkar sem hýst getur líf. Ein af ástæðunum er stærðin og þar með aðdráttaraflið sem heldur vatnshvolfinu og gufuhvolfinu á sínum stað. Fjarlægð jarðar frá sólu veldur því að hitastig á jörðinni er ákjósanlegt og vatnshvolfið helst því fljótandi að stærstum hluta en það veraur að telja eitt af frumskilyrðum lífs. Hitastig við yfirborð Venusar er t.d. allt of heitt til að vatn geti verið fljótandi og á Mars sem er næst okkur en fjær er of kalt og auk aðdráttarafl of lítið til að halda vatns- og gufuhvolfi. Að vísu eru vísbendingar um að vatn hafi fyrir langa löngu runnið um yfirborð Mars þannig að líf hefði getað kviknað þar og þróast. Ef svo er má etv. finna steingervinga í bergi á Mars.


Elstu steingervingar sem fundist hafa af bakteríum í 3,5 Gá gömlu kvarsbergi í Vestur-Ástralíu. Lögun þessar fruma samsvarar núlifandi ljóstillífandi bakteríum og gætu þess vegna verið skyldir núlifandi blágrænubakteríum sem mynda mottuberg strýtuþörunga.


Vísbendingar um líf eru þó eldri. Kolefnissambönd í Isua-gneisinu benda til þess að líf í einhverri mynd hafi þrifist á myndunartíma berglaganna fyrir 3,8 Gá.


Ekki er að finna neina steingervinga í bergi jarðar frá upphafsöld sem sýna með vissu tilvist heilkjörnunga — frumum sem í eru bæði litningar og kjarni. Þó svo að aðeins sé að finna steingerða bakteríur í berglögum frá upphafsöld lítur svo út sem fjöldi tegunda hafi komið fram og þróast. Reyndar virðist svo sem stærstu tegundahópar baktería sem nú lifa hafi verið komnir fram fyrir lok upphafsaldar.


Blábakteríur sem mynda mottuberg (strómatlólíta) urðu mjög algengar undir lok upphafsaldar, en nú halda þær sig við strendur hlýrra hafa og eru tiltölulega fáséðar miðað við fyrri útbreiðslu. Bakteríurnar mynda límkennt lag (mottu) sem safnar í sig karbónatögnum. Ekki er ávallt hægt að þekkja steingerða strómatólíta með vissu vegna þess að myndanir líkar þeim verða til án þess að ljóstillífunarbakteríur komi þar nærri.


Nú mynda blábakteríur mottuberg aðeins í mjög söltum lónum og þar sem gætir flóðs og fjöru en þar er fremur lítið er um sjávardýr. Annars staðar bora dýr sig gegnum blábakteríumotturnar og éta þær þannig að þær ná aldrei að mynda mottuhrauka er síðar verða að mottubergi.



Sjá um segulsvið og myndun Mánans.